Á krítartöflu Þorvalds Gylfasonar prófessors má sjá dapurlega stöðu íslenzks landbúnaðar. Bústuðningur á hvert ársverk í landbúnaði er meiri hér á landi, í Sviss og í Noregi en í nokkru öðru landi heims, nærri tvöfalt meiri en í Evrópusambandinu. Bústuðningur á hvern íbúa landsins er heldur meiri í Sviss og Noregi en hér á landi, en hér er hann þó nærri tvöfalt meiri en í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Alvarlegast er, að bústuðningur sem hlutfall af landframleiðslu er 2% hér á landi, sem er sama tala og hlutfall landbúnaðarins af landsframleiðslunni. Virðisaukinn í landbúnaði okkar er því alls enginn, verðmætasköpunin er núll.
