Finnlandisering

Greinar

Svokölluð Finnlandisering hefur verið til umræðu í íslenzkum fjölmiðlum undanfarna mánuði vegna deilnanna um varnir á landinu. Þjóðviljinn hefur talið þessa Finnlandiseringu vera Rússagrýlu og tóma ímyndun.

Nú hefur komið fram enn eitt dæmið um þessa Finnlandiseringu. Finnska bókaforlagið, sem gefur út bækur Solshenitsyns, hefur látið undan þrýstingi stjórnvalda og ákveðið að gefa ekki út á finnsku nýjustu bók hans “Gulag-eyjahafið” af pólitískum ástæðum.

Jónas Kristjánsson

Vísir