Íslenzka er víkjandi

Punktar

Í háskólum okkar er ensk tunga 90% námsefnisins. Enska hefur tekið við sem tunga sérfræðinga. Nánast allar skýrslur eru hér á ensku. Raunar er það nauðsynlegt, því að annars eru þær ekki teknar gildar. Ég hef tekið eftir, að á barnaskólaaldri tala mörg börn ensku sín í milli með réttu hljómfalli. Ólíkt þeirri skriflegu ensku, sem við lærðum fyrir hálfri öld. Þessa ensku fá þau úr tónlistinni, sem flæðir um heiminn. Ferðamenn undrast, að „allir“ skuli tala ensku hér og finnst það auðvitað hentugt. Við þurfum að margfalda áherzlu á íslenzku sem talmál í tölvum, svo að umheimurinn valti ekki yfir hana eins og hvern annan óþarfa.