Norðmenn eða Herúlar

Punktar

DNA-rannsóknir á eldfornum mannabeinum sýna, að mannkynið er tvöfalt eldra en áður var talið. Fyrir 120.000 árum í stað 60.000 ára hófust þjóðflutningar frá Afríku og dreifðust þaðan um alla jörðina. Nútímafólk ber enn í sér 4% leifar af genum frá Neanderdalsfólki og íbúar Suðurhafseyja bera í sér 5% leifar af áður óþekktum forvera mannsins, Denosovan-fólkinu. Ferðir frummannsins hafa tekið langtum meiri tíma en áður var talið og leitt til flóknari samblöndunar ættkvísla en áður var talið. Gaman verður, þegar DNA-rannsóknir geta rakið hlutföllin í stöðu Íslendinga í þessari þróunarsögu. Erum við Norðmenn eða Herúlar eða eitthvað allt annað.