Íslenzkur talgervill

Punktar

Washington Post hefur í tvígang undanfarið birt fréttir af vaxandi líkum á dauða íslenzkrar tungu. Yngsta fólkið er tvítyngt, jafnfært á ensku og á íslenzku. Nota jafnvel ensku sín á milli. Þar á ofan fara samskipti við innflutt starfsfólk að mestu leyti fram á ensku. Foreldrar og skólar hafa ekki sinnt skyldum sínum við það, sem einkennir og sérkennir þjóðina, málið. Svo vel vil til, að Íslendingar í ábyrgðarstörfum risafyrirtækja hugbúnaðar hafa unnið forvinnu fyrir íslenzka talgervla. Í framtíðinni munu samskipti milli þjóða fara um talgervla. Getur kostað milljarð að búa til íslenzkan. Ríkisvaldinu ber hér að taka frumkvæðið.

Washington Post

Washington Post