Vænisjúkur Napóleon

Punktar

Óttablandið hatur flokksbrots í Framsókn á fréttastofu Ríkisútvarpsins er svo furðulega vænisjúkt, að það skilst ekki. Eðlilega spyr fréttakona Sigmund Davíð út í einstæðar langtíma fjarvistir hans úr vinnunni. Og allt fer á hvolf. Jafnvel Davíð Oddsson og Björn Bjarnason ná ekki upp í nef sér. Heimtuð er rannsókn á fréttamennsku Ríkisútvarpsins. Eina stóra fréttamiðilsins, sem ekki er í eigu þröngra sérhagsmuna. Spurning Sunnu Valgerðardóttir var fyllilega réttmæt og einstaklega tímabær, ekkert annað. Spunnin er þvæla um alþjóðlegt samsæri á vegum George Soros. Um að skera íslenzku stælinguna á félaga Napóleon niður við trog.