Í topp 10 flokknum

Punktar

Matarkjallarinn heitir nýjasti matstaðurinn undir veitingahúsinu Geysi við austurenda Vesturgötu. Aðgengið er núna utanhúss, svo auðveldara er fyrir ókunnuga að finna staðinn. Þetta er eitt af tíu topphúsum landsins, með ágætan fisk dagsins á 2.350 krónur í hádeginu. Makalaust hvað margir kokkar hafa náð að elda ferskan fisk. Á matseðli dagsins er fleira áhugavert, húsið er því oft þéttsetið í hádeginu. Viðskiptavinir eru flestir innlendir, efri miðstéttin er aftur komin í álnir eftir hrunið. Í hádeginu eru víðast fleiri heimamenn en útlendingar á toppstöðunum tíu. Þjónusta er viðkunnanleg. Breytingar á húsnæði eru hér til góðs, en þó ekki í hinum dramatíska stíl, sem nú er í tízku hér í bæ.