Sagan bakvið slit viðræðna um nýja ríkisstjórn er flóknari en unnt er að setja fram í stuttum texta. Niðurstaðan, sem samningafólk varð ekki sammála um, var ekki fullkomin. Auðvitað þarf 12 milljarða til viðbótar í heilsumálin, en hvorki 7 milljarða né 25 milljarða. Þar hafa báðir rangt fyrir sér. En 12 var tala, þar sem fólk gat mætzt á miðri leið. Og svo má ekki veita nýtingarrétt á fiski til áratuga. Því voru ekki bara Vinstri græn að illu verki, heldur líka Viðreisn og Björt framtíð. En aðalatrið er, að í samningum fimm aðila þurfa allir að gefa eftir á öllum sviðum. Hinn heilagi sannleikur hvers fyrir sig verður að víkja.
