Katrín fer rangt með

Punktar

Fyrst og fremst voru það Vinstri græn, sem stútuðu samkomulagi um nýja stjórn. Katrín Jakobsdóttir fullyrti, að deilan hafi snúist um, að hinir aðilarnir hafi ekki viljað standa við loforð um aukin framlög til heilbrigðismála. Staðreyndin er, að allir nema Katrín vildu fjármagna aukninguna með aukinni auðlindarentu á kvótagreifa. Hún vildi fjármagna hana með auðlegðarskatti. Hann gefur minna af sér en auðlindarentan og var óvinsælli hjá öðrum samningsaðilum. Birgitta sagði: „Það er ekki sann­gjarnt að segja, að bara einn flokkur hafi barist fyrir því, né er það satt.“ Í svona viðkvæmum viðræðum verða allir að koma heiðarlega fram.