Velta niður skriður

Punktar

Hræddur er ég um, að inngrip kvótagreifa í aðild Vinstri grænna að tilraun til framfarastjórnar verði flokknum dýrt. Kjósendur flokksins í kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar kunna að vera sáttir. En í þéttbýlinu hristir fólk í bezta falli hausinn. Vinsælasti pólitíkus landsins, Katrín Jakobsdóttir, hefur sett ofan. Nú tekur við óvissa og hugsanlega afturhaldssamari ríkisstjórn íhaldsaflanna. Fólk telur, að Steingrímur og Björn Valur hafi tekið völdin af of ráðþægum formanni. Fróðlegt verður að sjá, hvað skoðanakannanir segja. Mér segir svo hugur, að fjallgöngu Vinstri grænna sé lokið. Þau séu þegar farin að velta niður skriður.