Ríkisbankinn rotinn innan

Punktar

Landsbankinn er svo rotinn innan, að hann tekur ekki mark á eigin útboðum. Um áramótin setti hann 69,8 milljónir króna á einbýlishús í Hafnarfirði. Tilboð kom í húsið upp á 64 milljónir. Bannkinn gerði gagntilboð upp á 67,5 milljónir. Mánuði síðar fékk bankinn tilboð frá forsvarsmanni Borgunar upp á 61 milljón króna og tók því boði. Landsbankinn er í ríkiseigu, svo þarna eru umboðssvik á ferðinni. Bankinn hefur beðist afsökunar á svindlinu. Og Ríkisendurskoðun vinnur nú að úttekt á allri eignasölu Landsbankans á árunum 2010–2016. Verður niðurstaðan send Alþingi í nóvember næstkomandi. Vonandi fækkar þá bankabófum.