Græningi varð forseti

Punktar

Græningi varð forseti Austurríkis, marði þjóðrembing á síðustu metrunum. Miðjan er að hverfa þar, annað hvort eru menn yzt til vinstri eða hægri. Frambjóðendur krata og íhalds náðu ekki inn í úrslit. Merkilegt er, að Alexander van der Bellen skyldi ná kjöri. Jaðarvinstri pólitíkusar hafa ekki náð langt í hægri sinnuðu Austurríki. Einnig er athyglisvert, að andstæðingur flóttafólks og múslima fái 50% atkvæða. Dæmi um flekahlaup í evrópskri pólitík. Fólk hefur fattað þöggun fjölmenningarsinna og trúir frekar þjóðrembingnum Norbert Hofer.