Óhófleg kurteisi blaðamanna

Fjölmiðlun

Almennir blaðamenn treysta sér tæplega til að halda til jafns við yfirgnæfandi viðmælanda. Þekkjum dæmi um, að ráðherra tali ekki við suma fjölmiðla (SDG) eða jafnvel enga fjölmiðla (IG). Eða hafni tilteknum viðtalsformum, svo sem að vera í hóp með öðrum á öndverðum meiði (DO). Blaðamenn þurfa þó að halda persónu sinni til hlés, auglýsa ekki eigin viðhorf með barmmerki eða látbragði. Staðan er lík og hún var á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Þá voru pólitíkusar vandinn. Svo varð ástandið betra með auknum styrk og sjálfstrausti blaðamanna. Eftir aldamót versnaði það aftur með aukinni fátækt fjölmiðla og yfirtöku auðgreifa. Valdamenn eru aftur vandamál fjölmiðlunar.