Allt í lýðræðis-blóma

Punktar

Lilja D. Alfreðsdóttir er að vísu vel ættuð, dóttir fyrrum starfsfélaga míns á Tímanum, Don Alfredo. Er samt ekki viss um, að hún henti utanríkismálum. Hefur að vísu sýnt diplómatíska hæfni í að snúast 180 gráður í Evrópumálunum í einu vetfangi. Sýnir ekki bara tækifærissinna, heldur líka hæfni í að ljúga erlendis í þágu lands og þjóðar. Gaf skýrslu um viðbrögð heims við gleðileik Sigmundar Davíðs. Telur allt vera í fínu lagi til langs tíma litið. Bezt að senda hana um heiminn til að básúna ritninguna. Þar enduróma enn frábærir háðsþættir úr ýmsum heimsálfum. Hún sá þó kostinn í mótmælum, sem orsaka, að hér er talið vera lýðræði. Þrátt fyrir Framsókn.