Reynir að hanga áfram

Punktar

Flókið verður fyrir Sigmund Davíð að hanga áfram. Myndskeið sýnir hann ljúga að heimspressunni um falda fjársjóðinn á aflandseyju. Myndskeiðið sýnir hann átta sig á, að hann er kominn út í horn, og flýja af hólmi. Frá 11. marz hefur hann vitað um þetta myndskeið. Í fjórar vikur finnur hann ekki leið til að klóra í bakkann. Bullar bara áfram eins og ekkert hafi í skorizt. Líklega reynir hann að hanga áfram, unz næsta skoðanakönnun sýnir, hvort óbeit fólks er í alvöru. Gleymið ekki, að þjóðin er spillt frá rótum, 600 manns á dauðalista. En málið heldur áfram, þetta  var bara fyrsta skot. Óbærilegir tímar framundan hjá SDG og auðgreifunum.