Frá og með þessu kvöldi veit nánast öll Vestur-Evrópa, að Ísland er spilltasta land Evrópu. Eignir 600 Íslendinga í aflandsfélögum eru langt umfram það hlutfall, sem þekkist í öðrum löndum. Erlendir blaðamenn reka auðvitað upp stór augu út af fyrirferð svona fámenns lands. Ísland er líka eina land V-Evrópu, þar sem pólitíkusar taka þátt í þessari spillingu. Enda er höfuðtilgangur íslenzkra stjórnmála að gæta hagsmuna auðgreifa. Markmið eigna í aflandsfélögum er að fela eignarhaldið og stela undan skatti. Eignirnar eru líka notaðar til að þvo illa fengið fé. Landsfeður okkar niðurlægja þannig Ísland í augum umheimsins.
