Komið er í ljós, að forsætisráðherra hafði eiginhagsmuni af ljúfum samningnum við hrægamma og afnámi auðlegðarskatts. Þegar hann æsti lýðinn til að styðja krónuna, kom hann fé sínu í gjaldeyri og faldi í skattaskjóli á aflandseyju. Hvert atriði mundi duga til afsagnar í siðuðu samfélagi. Sigmundur Davíð hefur gert grófa atlögu að siðferði þjóðarinnar. Hefur ræktað tvískipta þjóð, annars vegar bófa með aðstöðu og hins vegar aðstöðulausan þrælalýð. Siðblinda barnið nýtur einskis trausts, svarar engum spurningum um götin í útskýringum sínum. Samkvæmt orðaskýringum legátanna eru feðgar ekki skyldir og hjón ekki tengd.
