Bankster á lokametrunum

Punktar

Seint og um síðir mannaði Fjármálaeftirlitið sig upp í að skamma Landsbankann. Segir söluna á Borgun vera í ósamræmi við eðlilega viðskiptahætti. Verklagi bankans hafi verið áfátt og ekki skilað bankanum góðri niðurstöðu. Áður hafði Bankasýslan hafnað öllum vörnum bankans og sagt þær ósannfærandi. Bankasýslan kom þeim skilaboðum til bankans að reka þyrfti Steinþór Pálsson bankastjóra og formann og varaformann bankaráðsins. Í kjölfarið sögðu fimm bankaráðsmenn af sér, en Steinþór situr enn sem fastast. Hann streittist líka við, þegar bankinn hugðist byggja monthús við Hörpu. Dagar hans í bankanum hljóta að vera taldir.