Sjá allan þann auð

Punktar

Við erum á kafi í mat, virkjaðri orku og ferðamönnum. Guðmundur Franklín orðar það svo: „Sjávarútvegurinn okkar framleiðir 20 milljón matarskammta á dag! Við framleiðum 10x meira af rafmagni en við þurfum. við erum að fá 5 erlenda ferðamenn á ári á hvern íbúa landsins, en td ferðamannaeyjan Kýpur er með 2.5 per íbúa. Við erum að stórauka fjárfestingar í sprotafyrirtækjum og erum með skapandi greinar sem eru að gera frábæra hluti, td í kvikmyndagerð og tónlist.“ Okkar vantar hins vegar leiðir til að dreifa þessum gæðum jafnar til fólksins. Rentan af þjóðarverðmætum lendir að mestu leyti í ránsklóm pilsfaldagreifanna.