Pass hjá VG – BF styður

Punktar

Á föstudaginn voru Píratar klárir í andstöðu við þrjá búta Sigmundarnefndar á stjórnarskránni. Á laugardaginn fylgdi Samfylkingin í kjölfarið, enda óttast hún fylgisleka til Pírata. Á sunnudaginn gáfu Vinstri græn upp annað viðhorf: Bíðum og sjáum. Eru ekki eins næm fyrir samkeppni frá Pírötum. Telja sig hafa sérstöðu í græna litnum, Píratar séu áberandi minna grænir. Vinstri græn telja sig því geta varið sitt 10% fylgi og eru sátt við það. Björt framtíð tók svo um kvöldið enn jákvæðar í bútana þrjá og telur þá til bóta. Hefur raunar löngum verið höll undir bófaflokkana. Ríkisstjórnin getur því knúið fram bútasauminn.