Sigmundur Davíð beinir athyglinni frá heilsuklúðri ríkisstjórnarinnar með bombu um landspítala í Garðabæ. Vakti auðvitað upp alþekkta andstöðu við uppbyggingu við Hringbraut. Deila um spítalastað hefur risið og hnigið í tvo áratugi. Fyrir löngu ákveðið að byggja við Hringbraut. Bomban er enn einn fleinn í gangverki endurreisnarinnar. Nú þegar er verið að reisa spítalann, hönnun og forvinnu er lokið, framkvæmdir hafnar. Spítalinn þolir enga bið. Bráðasjúklingar liggja í bílageymslu vegna plássleysis. Siglingin er hafin og koma þarf málinu í höfn. Enginn tími til að rækta gamalt kjaftæði. Takið lyfin ykkar, róið ykkur niður.
