Ég vil sjá nokkrar skoðanakannanir um fylgi forsetaefna í kosningabaráttunni. Sérstaklega vil ég sjá kannanir, sem sýna ekki bara fyrsta val, heldur einnig annað og þriðja val. Þá sjáum við, hverjir þurfa að draga sig í hlé á síðustu metrunum til að rýma fyrir þeim, sem betur gengur. Altjend þarf að hindra, að leiðindagaur á borð við Davíð Oddsson verði forseti út á 20% atkvæða. Þurfum frekar forseta, er nýtur víðtæks trausts sem annar og þriðji kostur. Þjóðin er búin að þola of mikið af völdum greifanna, sem fara með okkur eins og hunda. Þess vegna mega frambærileg forsetaefni ekki dreifa fylginu hvert frá öðru.
