Fyrst fullyrti Dagur B. Eggertsson, að götur borgarinnar væru í góðu lagi. Þá fylltist fésbókin af myndum af holum í götum. Þetta voru borgargötur, hvorki þjóðvegir í þéttbýli né götur í nágrannabæjum. Dagur var þá aftur spurður og viðurkenndi slæmt ástand. Sagðist leita samstarfs við Vegagerðina og nágranna um úrbætur. Alveg eins og veslings vegagerðin og allt höfuðborgarsvæðið bæri ábyrgðina og hetjan Dagur væri að safna liði. Svona haga pólitíkusar sér, er þeir vita ekki, að samfélagsmiðlar rústa jafnóðum ámátlegum frávísunum á aðra. Í raun er borgarstjórinn að reyna að kvelja bílnotendur til að nota reiðhjól.
