Að eiga beygingar orða

Punktar

Í fimm aðgreindum tilvikum hefur Árnastofnun eignað sér beygingar orða. Reynt að skrúfa fyrir vísindamenn, sem vilja birta sömu beygingar. David Blurtin var fyrstur til að upplýsa. Síðan komu Sverrir Á. Berg, Salvör Kristjana, Jón Jósef Bjarnason og ónefndur forritari. Í öllum tilvikum reyndi Árnastofnun að hindra aðgengi fólks að upplýsingum þeirra. Þetta er eins og að banna fólki að birta hnit staðar á þeirri forsendu að annar hafi eignað sér hnitin. Staðreyndir lúta ekki höfundarétti. Árnastofnun reynir að hindra þekkingu á íslenzku. Margt hef ég heyrt um fákænsku íslenzkra smákónga, en þetta er með því undarlegasta.