Töluvert framboð er þegar af forsetaefnum, sem fengið hafa innri köllun til að gegna embættinu. Ekkert þeirra mun fá marktækt fylgi. Ekkert framboð er enn af fólki, sem kæmi til með að fá marktækt fylgi, yfir 20%. Vandinn er þó annar, að of margir slíkir bjóði sig fram. Gæti leitt til, að Davíð Oddsson sigraði út á 20%. Það er óbærileg tilhugsun, að helzti hrunvaldurinn og fólið í pólitíkinni yrði forseti. Góðir frambjóðendur þurfa að halda opnu að draga sig í hlé, sýni kannanir, að atkvæði dreifist of víða. Alvöru frambjóðendur gegn bófaflokkum auðs og valda mega helzt ekki verða fleiri en tveir, er framboðsfresti lýkur.
