Vigdís Hauksdóttir vísar ábyrgð á fjársvelti Landspítalans til Kristjáns Þórs Júlíussonar heilsuráðherra. Ekki hafi komið frá honum tillaga um aukið fé til grunnþjónustu spítalans. Fjárlaganefnd hafi því ekki getað gert neitt að eigin framkvæði. Ég efast ekki um, að heilsuráðherra vill helzt rústa spítalanum. Hélt samt, að fjárveitingavaldið væri enn í höndum alþingis. Þannig var það í gamla daga. Vigdís er byrjuð að óttast reiði fólks yfir fólsku fjárlaganefndar og býr sér til afsökun. Ljóst er, að lækkun auðlindarentu kvótagreifa veldur fjárskorti til heilsukerfisins. Bófaflokkar alþingis bera sameiginlega ábyrgð.