Of erfitt fyrir alþingi

Punktar

Enn hefur ekki náðst samkomulag í stjórnskipunarnefnd alþingis um tæting úr vanefndri stjórnarskrá þjóðarinnar. Umboðsmaður ógreiddra atkvæða hefur ítrekað fengið afgreiðslu málsins frestað. Þvergirðingur Sjálfstæðisflokksins er í stíl við 164 ára misheppnaðar tilraunir okkar að nýrri stjórnarskrá. Við munum því áfram burðast með stjórnarskrá frá tíma danskra arfakónga nítjándu aldar. Unz píratar knýja fram stjórnarskrá fólksins eftir næstu kosningar. Þráteflið í nefndinni sýnir og sannar, að alþingi er um megn að afgreiða stjórnarskrá í samráði við vildarvini í hagsmunasamtökum. Þjóðin á sjálf að fá að ráða þessu.