Sjávarútvegur pírata

Punktar

Í stefnuskrá pírata styðja þeir óafgreiddu stjórnarskrána. Þar á meðal kaflann um auðlindir, þar sem fjallað er um gjald fyrir kvóta. Í greinargerð pírata er mælt með, að gjaldið innheimtist með frjálsum og opnum uppboðum aflaheimilda. Hvergi er minnst á, að gjaldið eigi að renna annað en í ríkissjóð. Þar er mælt með frjálsum handfæraveiðum. Sem þýðir ekki ókeypis veiðar, heldur opinn aðgang fyrir alla. Frelsi þjóðar og frelsi hópa þýðir ekki skattleysi þjóðar og hópa. Hafa má lægra gjald á handfæraveiðum en á togveiðum. Vegna byggðastefnu fyrir pláss, sem kvótagreifar sviku. Og til að efla lífsstíl, er margir hafa mætur á.