Einkarekstur er ekki bara lakari en ríkisrekstur, heldur leiðir beinlínis til hörmunga. Þau eru ótal dæmin. Frægust var einkavæðing banka, sem fóru lóðbeint á hausinn og tóku þjóðina með sér. Dæmin úr heilsugæzlu eru fræg, til dæmis sjúkrahótel Ásdísar Höllu, sem dáist að þriðja heims Albaníu. Nú hrannast upp svakaleg dæmi úr illri meðferð fatlaðra á einkareknum sumarheimilum. Hvar sem einkarekstur nær að pota sér inn í ríkisrekstur, þar verða sárar hörmungar. Við þurfum ekki frekari tilraunir um ágæti einkarekstrar. Þekkjum Strætó, Isavia og Hraðbraut. Vitum, að einkó er sjúk græðgi. Leiðir til hörmunga þeirra, sem þola þurfa.
