Velferðarráðherra gat ekki svarað neinni spurningu fréttamanns í löngu viðtali í sjónvarpinu. Það eina, sem hafðist upp úr henni um aðgerðir gegn einkareknum velferðarheimilum, var orðið Gátlisti. Ein spurningin hófst með orðunum: Hafið þið þá brugðist? Svarið var að við hefðum brugðist við. Út úr ráðherranum fást aðeins útúrsnúningar og rugl. Svona hefur það verið alla ráðherratíð Eyglóar Harðardóttur. Hefur ekkert gert í rúm tvö ár annað en að skoða mál og skipa nefndir. Fólk fer að átta sig á, að einkarekstur leiðir til hörmunga í velferð fatlaðra eins og í velferð sjúklinga. Og eins og raunar einnig í velferð banka.
