Trúleysi er siðlegt

Punktar

Börn á trúlausum heimilum eru umburðarlyndari og vinsamlegri en börn á trúuðum heimilum. Börn á kristnum heimilum eru umburðarlyndari og vinsamlegri en börn á heimilum múslima. Kom fram í fjölþjóðlegri rannsókn, sem GUARDIAN segir frá. Kemur mér ekki á óvart, siðferði er ekki trúartengt, þótt kristnir flaggi sínu siðferði. Ofsi er algengur í trú og skaðar siðferði. Í kristni er minni ofsi en hjá múslimum og meiri ofsi en hjá trúlausum. Gildir líka um sértrúarsöfnuðina, þeir eru lakari en þjóðkirkjan. Siðferði er óháð verðlaunum í himnaríki og sízt háð draumum um aðgengi að 72 meyjum. Skólar eiga ekki að þóknast neinni trú.