„Samráð“, kanntu annan

Punktar

Fyndið er, að Ragnheiður Elín orkuráðherra biður um samráð af hálfu Bjarkar um verndun hálendisins. Hún fékk samráð, þegar hún keyrði áfram náttúrupassa, sem allir höfnuðu. Eftir árs þrjózku varð hún að gefast upp, en sveikst um að setja upp gistináttagjald, klósettgjald og stæðagjald. Fyrir bragðið eru innviðir ferðabransans í rúst af hennar völdum. Ragnheiður Elín er óhæf til góðra verka og alls samráðs. Þar á ofan er tímaeyðsla að hafa samráð við flokk, sem hefur jafn einbeittan náttúruhatara á þingi og Jón Gunnarsson. Yfir þetta súra lið er eingöngu hægt að valta kruss og þvers. Við munum steypa Flokknum úr musterinu.