Furðuleg þessi réttarhöld yfir hjúkrunarkonu á Landspítalanum. Komið er fram, að ástandið á gjörgæzlu spítalans var eins og á sjúkraskýli á bardagasvæði. Fólk hljóp úr einu verki í annað til að redda málum fyrir horn. Ef einhverjir eru sekir, þá eru það fyrst og fremst hinir sálarlausu pólitíkusar, sem svelta Landspítalann. Og ef aðrir eru flæktir í málið, eru það yfirmenn á spítalanum, sem láta svona styrjöld pólitíkusa yfir sig ganga. Sektarröðin nær aldrei að hjúkrunarkonunni. Ríkissaksóknari eyðir tíma og fé í marklausa ofsókn. Sigríður J. Friðjónsdóttir ætti heldur að reyna að grynna á stafla óafgreiddra mála.
