Aðförin að Landspítalanum er orðin mannskæð styrjöld. Samtök atvinnulífsins birta skýrslu um, að ótímabært sé að byggja. Betra sé að fela einkaframtaki úti í bæ aukinn hluta af rekstri spítalans. Magna einkavinavæðingu. Þótt fordæmið frá Bandaríkjunum sýni, að hún er mun dýrari og veitir að meðaltali mun lakari þjónustu. Þegar fátækir eru teknir með í reikninginn. Upphlaupi um betri staði er ætlað að flækja málið og tefja framkvæmdir. Á meðan snapi yfirmenn spítalans fæting við starfsfólk og geri hann að ömurlegum vinnustað. Það muni smitast til sjúklinga, sem fái óbeit á ríkisspítala. Árás bófanna kostar vikulega mannslíf.
