Embættismenn ríkis og sveitarfélaga eru sumir farnir að nota aðstöðuna til að gæta sérhagsmuna. Þiggja að launum feitar stöður hjá dólgunum. Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri á Húsavík var ráðinn yfirmaður hjá PCC Bakka, sem fékk kísilverið. Haraldur Flosi Tryggvason, formaður eignarfélags Hörpu, var ráðinn yfirmaður hjá Carpenter & Co, sem fékk hótellóðina við Hörpu. Eftir undirritun samnings færði hann sig yfir á hinn vænginn. Svínarí af þessu tagi hefur lengi verið áberandi í Bandaríkjunum og er farið að síast inn í Evrópu. Íslendingar eru að venju ekki lengi að tileinka sér vonda siði. Hluti af græðgisvæðingunni.