Banksterar læknast ekki

Punktar

Borin von að reyna að hafa vit fyrir Steinþóri Pálssyni bankastjóra. Þótt maður gangi undir manns hönd að reyna að stöðva hann, tuðar hann enn um bankahöll við hlið Hörpu. Vill fresta, ekki hætta við. Ekkert þýðir að tala við bankstera. Eru flestir siðblindir með dollaramerki í augum. Engir aðrir en slíkir komast áfram í bankakerfinu. Helzt vilja þeir lána öðrum siðblindingjum, sem koma með sólgeraugu í bankann til að skipta um kennitölu. Banksterar munu ævinlega hossa verstu viðskiptabófunum og forðast hagsmuni alþjóðar eins og heitan eldinn. Samstæður hópur glæframanna, sem á að læsa inni á þar til bærum stofnunum.