Einkarekin lyfsala hefur reynzt ófær um að útvega þjóðinni ódýr samheitalyf. Langtímum saman eru þau ófáanleg, svo að sjúklingar verða að kaupa of dýr lyf. Meðal ófáanlegra lyfja eru mikilvæg sýklalyf, hjartalyf, gigtarlyf, ofnæmislyf, augn- og eyrnalyf og húðlyf. Líklega misnota hinir fáu lyfjaheildsalar aðstöðu fáokunar. Ástandið hefur versnað með árunum. Þurfum að rísa upp gegn þessari kúgun lyfsala. Tryggja þjóðinni stöðugt aðgengi að ódýrum samheitalyfjum, sem einkabransinn telur ekki henta sér. Endurvekja Lyfjaverzlun ríkisins. Henni var slátrað á sínum tíma í skjóli úreltra öfgatrúarsetninga gegn ríkisrekstri.
