Við dauðans dyr

Punktar

Stóriðjutrikkið er einfalt. Álið héðan hækkar í hafi. Móðurfélag í erlendu skattaskjóli lánar íslenzka dótturfélaginu á okurvöxtum. Selur því tækni, tæki og rekstrarvörur á borð við súrál á uppsprengdu verði. Kaupir afurðir íslenzka félagsins á undirverði. Íslenzka dótturfélagið er því sífellt á vonarvöl, þótt skattfrítt móðurfélag hali inn hundruð milljarða. Ísland er ruplað kruss og þvers. Rannveig Rist grætur samt eins og íslenzkur kvótagreifi. Heimtar að fá ofan á annað svindl að grafa með gerviverktöku undan lífskjörum. Eftir 45 ára rekstur á tombólurafmagni er Ísal við dauðans dyr. Lokum bara sjoppunni, burt með Rio Tinto bófana.