Tölur um atvinnuleysi eru dæmigerðar hagtölur, einskis virði. Ein stofnun segir atvinnuleysi vera 2-3%, önnur segir það 6-7%. Sumar tölur telja bara þá, sem fá bætur. Þær eru nytsamlegar, því að þá geta hagspekingar „minnkað atvinnuleysi“ með því að taka fólk af bótum. Lítur vel út í grafi á excel, sem hagspekingar telja jafngildi vísinda. Sumar tölur mæla þá, sem vilja vinna, ekki hina. Sumar tölur fela í sér svarta vinnu, aðrar ekki. Fyrst ákveður þú, hvaða tölur þú vilt sjá og velur síðan aðferð, sem hentar þeim tölum. Tölur í excel og grafi segja ekkert um atvinnuleysi frekar en um tölur um hagvöxt eða framleiðni.
