Ljúfa sólar-eitrið

Punktar

„Sólarkísilryk“ er nýjasta newspeak Faxaflóahafna. Þær hafa slengt þessu heiti á eiturgasið frá fyrirhugaðri sílikon-tetraklóríð verksmiðju Silicor/Calisolar á Grundartanga. Hefði þótt gott nafn í Auschwitz á tíma Hitlers sáluga. Blessuð sólin elskar allt og því er ljúft að slengja henni framan við orðið kísilryk. Gerir eitur svo fagurt og lystugt. Almannatenglar koma greinilega við sögu hjá Faxaflóahöfnum. Hefði „sólarduft“ ekki verið enn betra heiti á þessari mengun? Ekkert umhverfismat, bara teknar trúanlegar fullyrðingar fyrirtækis, sem á sótsvarta fortíð í Kanada og Bandaríkjunum. Íslendingar eru Jeppi á Fjalli.

(Vegna nafnleysis bloggsins er lokað fyrir athugasemdir hér. Þeim, sem vilja sjá umræðuna eða taka þátt í henni undir nafni, er bent á fésbókina.)