Tíu 2000 króna veizlur

Veitingar

Friðrik V er ekki lengur opinn í hádeginu. Í staðinn komu fjórir góðir, Apótek, Matur & drykkur, Restó og Verbúð 11. Ég ráfa milli tíu gæðastaða. Sjávargrillið er bezt og næst kemur Matur og drykkur. Hinir átta eru í stafrófsröð: Apótekið, Fiskfélagið, Holtið, Höfnin, Kopar, Laugaás, Restó og Verbúð 11. Þar af eru Höfnin og Laugaás mistækust, en lystug á góðum degi. Allir þessir tíu hafa ferskan fisk dagsins og raunar býður Laugaás nokkra fiskrétti dagsins. Hjá öllum tíu er fiskur dagsins í boði í hádeginu á bilinu 1800-2200 krónur. Það er notalegt verð í erlendum samanburði. Mest er það okkar kæru túristum að þakka.