Þótt Grikkir séu skemmtilegir, er erfitt að lána þangað fé. Grískar framkvæmdir eru oftast ósjálfbærar. Eins og að lána Íslendingum peninga; að lokum fæst ekki króna úr búinu. Spillingin í Grikklandi mátti öllum vera ljós. Ekki sízt stórum bönkum, sem lánuðu þangað peninga. Flest er komið í steik. Ljóst, að Grikkland er ósjálfbært, getur ekki borgað neitt. Samt fela bankar sig að baki Evrópska seðlabankans, Evrópusambandsins og Alþjóðabankans. Heimta að fá að verða teknir úr snörunni. Engin leið er að leysa gríska vandann, hann er í hnút. Aðeins er í boði ein leið, leið Alexanders mikla, höggva á hnútinn, afskrifa grísku lánin.
