Skáneyjarbunga

Frá Reykholti í Borgarfirði kringum Skáneyjarbungu að Hurðarbaki í Borgarfirði.

Í Skáneyjarbungu er sagður heygður Tungu-Oddur, sem var mestur höfðingi í Borgarfirði á 10. öld.

Förum frá Reykholti norðaustur um hlað á Breiðabólstað og áfram norðaustur um Breiðavatn og eyðibýlið Hólakot, í Signýjarstaði í Hálsasveit. Þar þverbeygjum við vestur með Hvítá, um Arnheiðarstaði og Síðumúlanes. Andspænis Fróðastöðum er Fróðastaðavað norður yfir Hvítá. En við förum suðvestur að Hurðarbaki í Borgarfirði. Þaðan er leið á brú á Hvítá yfir í Hvítársíðu.

18,5 km
Borgarfjörður-Mýrar

Nálægar leiðir: Hálsaleið, Húsafell, Fróðastaðavað, Bugar.

Skrásetjari: Kortavefur LH
Heimild: Kortavefur LH