Evrópusambandið þarf að taka rækilega til í eigin ranni. Schengen-samstarfið hefur alvarlegar aukaverkanir, sem taka þarf á af festu. Það auðveldar ferðir glæpaflokka fram og aftur um álfuna og auðveldar velferðar-túrisma, sem víða er plága. Þrengja þarf þetta svigrúm og auðvelda ríkjum að taka upp eftirlit á landamærum. Evru-samstarfið hefur líka alvarlegar aukaverkanir, einkum í ríkjum lausungar í ríkisrekstri. Grikkland er kostulegasta dæmið. Slík lönd ættu ekki að fá að nota evru og raunar ekki að fá aðild að sambandinu. Svo virðist sem ráðamenn ESB sjái ekki vandann. Brýnt er að skipta þeim út.