Boðið í ekki boðsferð

Punktar

Newspeak tekur daglega á sig nýjar myndir í hugmyndaflugi almannatengla. Fólk á fésbókinni tók illa í hálfs annars sólarhrings boðsferð tveggja ráðherra í laxveiði í Norðurá. Bent var á, að það stæðist ekki siðareglur ráðherra, þótt mér sé ekki kunnugt um, að ráðherrarnir hafi hugmynd um þær. Eftir upphlaupið gáfu almannatenglar málsaðila út, að þeir hefðu verið boðnir í eins konar ekki boðsferð. Því líkur bentu til, að þeir verði í tímahraki. Gott er að vita, að brot á góðum siðum og siðareglum eru viðkvæmt mál í stjórnarráðinu. Og frábært er að fá nýtt hugtak í newspeak-orðabókina: Boðið í ekki boðsferð.