Nýjasta orðið í Newspeak stjórnvalda er „hagsmunaaðilar“. Með því á Birgir Ármannsson við almenning, sem hefur komið undirskriftum um þjóðaratkvæði upp í 52.000 manns. Þetta eru hagsmunaaðilar að mati þingflokksformanns þess flokks, sem lengst gengur í sérhagsmunagæzlu. Svo er nú komið fyrir okkur, að pólitíkusar tala nautaskít og forsætis segir aldrei satt orð. Auðvitað er þetta í boði þeirra kjósenda, sem fyrir tæpu ári leiddu höfunda hrunsins inn í helgidóminn. Ísland er bananalýðveldi þræla, illræmt um Vesturlönd. Með ráðherra, sem spanna frá fíflsku yfir í fólsku. Flýið land, ef þið getið.