Sigmundur Davíð siglir ýmist með himinskautum eða byrgir sig í skúmaskotum. Hlaupið var fyrir hann fram og aftur með fundartíma stóra krónufundarins í Hörpu. Var settur á þennan miðvikudag, því þá gat forsætisráðherrann mætt. Samt afboðaði hann sig á síðustu stundu. Sama gerðist í vor á almennum fundi vísinda- og tækniráðs forsætisráðuneytisins. Og í haust á almennum fundi samtaka iðnaðarins um stöðu þekkingar- og hugverkaiðnaðar. Í þremur tilvikum missti forsætisráðherra kjarkinn á síðustu stundu. Ýmist þeytist hann sem Kafteinn ofurbrók í heimsins mestu loforðum eða felur sig í kústaskápnum.