Vikulegi klofningurinn

Punktar

Smám saman heyrast hálfar og heilar fréttir af sundrun Dögunar. Einn segir Andreu Ólafsdóttur hafa hafnað framboði Þorvalda Gylfasonar og viljað stýra öllu. Andrea segir Lýð Árnason hafa klofið Lýðræðisvaktina út úr flokknum. Flokkur heimilanna sé líka klofningur, bæði framboð byggð á eins manns egó. Friðrik Þór Guðmundsson segir Pírata líka vera klofning úr Dögun. Allt er þetta mjög forvitnilegt. Hvernig verður flokkur til, hvernig sogast menn að starfinu og af hverju klofnar flokkurinn vikulega kruss og þvers. Er ekki að tala um að finna sökudólg, heldur bara heyra um sérstæð samskipti fólks.