Hnarreistir hrunverjar

Punktar

Flest bendir til, að tveir tugir gamalla hrunverja Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar vilji endurtaka leikinn. Bera sem þáverandi þingmenn sinn hluta hluta ábyrgðar á hruninu, en vilja samt verða þingmenn 2013-2017. Er það ekki nokkuð vel í lagt? Framsókn hefur skipt út öllum sínum hrunverjum, Birkir Jón Jónsson var þar sá síðasti, sem sagði sig frá pólitík. Ég skil, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekkert lært og fari að öllu leyti fram sem óforbetranlegur bófaflokkur. En ég skil engan veginn, hvað Samfylkingin fær út úr gælum við gamla hrunverja sína. Telur líka hún kjósendur vera fábjána?