Kúluskítur deyr út

Punktar

Kúluskítur eru grænar gróðurkúlur, sem vaxa á botni Mývatns. Fyrirbærið er aðeins til á tveimur stöðum í heiminum. Til skamms tíma voru tugir milljóna einstaklinga af plöntunni í Mývatni. Núna eru fáar einar eftir, slappar og linar. Þær eru greinilega að deyja út vegna næringarefnamengunar, sem lýsir sér í leirlosi og skyggir á birtu á botni vatnsins. Þetta verður þá annað fræga dæmið um útrýmingu tegunda af manna völdum hér á landi. Fyrra dæmið var geirfuglinn. Íslendingar hafa löngum umgengist land sitt af tillitsleysi og slíkar eru afleiðingarnar. Við erum bara ekki fær um að stjórna Íslandi.